Mig er búið að dreyma óskaplega mikið upp á síðkastið enda næ ég engum djúpsvefni. Er komin í vel þekkt spennuástand sem fylgir prófum og verkefnaskilum, stöðugt adrenalínflæði. Sem sagt draumarnir. Tvisvar hefur mig dreymt að ég væri svona líka svakalega hárprúð. Með þykkt og mikið sítt hár, meira að segja dreadlokka í annað skiptið. Svo dreymdi mig að ég væri að flytja heim í Hafursá og var að leggja drög að því að fá mér íslenskar hænur. Verst þær voru svo ansi dýrar 65.000 kall stykkið. Það besta var þegar ég fór í krækiberjamó og fann krækiber á stærð við grasker sem þurfti báðar hendur til að halda á. Ég var að segja Kolbrúnu frá þessu áðan og hún sagði: "Nú þú hefur þá fundið eitt af krækiberjunum hans Finns". Ég hváði við og þá útskýrði hún fyrir mér að þegar Finnur var ungur maður þá voru krækiberin fyrir austan svo stór að hann þurfti að rúlla þeim niður brekkuna!!
12 ágúst 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli