Þetta ætlar að verða erfið fæðing hjá mér. Ég er með mikla hríðaverki sem eiga pottþétt eftir að aukast því útvíkkun gengur hægt. Ég er sett 5. september en vonast til að fá að ganga einhverja daga framyfir ef ég ber mig nógu aumlega.
Í gær var hringt í mig og ég beðin um að taka aftur umræðuhóp í HÍ fyrir jól. Þetta verður bara einn hópur núna svo ég ákvað að slá til ef ég fengi tímann á föstudögum kl. 10 sem var samþykkt. Það er nefnilega engin íslenskukennsla á þeim dögum en hún fer líka að byrja. Ég reikna með að taka eitt kvöldnámskeið tvisvar í viku plús svona tvö dagnámskeið.
ÆÆÆÆÆÆ þar kom hríð!!!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli