Ég á við þann vanda að stríða að önnur hlustin á mér stíflast svona einu sinni á ári. Það gerðist einmitt síðasta fimmtudag þannig að upphófust miklar hreinsunaraðgerðir sem báru ekki árangur fyrr en á föstudag. Ég held ég hafi verið búin að sprauta nokkrum lítrum af vatni í eyrað á mér áður en tappinn fór. Daníel benti mér á nýja aðferð sem er svokallað eyrnakerti. Ég sá þetta einhverntíman auglýst á einhverri snyrtistofu og var mikið búin að velta fyrir mér hvað í ósköpunum það væri. Að mér skilst er sérstakt kerti (held maður geti ekki notað gamalt jólakerti) sett yfir hlustina og svo er kveikt á því. Hitinn frá því bræðir víst allann merginn sem síðan lekur úr eyranu. Ég veit ekki mér líst ekki meira en svo á þessa aðferð, myndi sjálfsagt enda með að kveikja í hárinu á mér. Í staðinn keypti ég einhverja olíu sem sprautað er í eyrað reglulega og á að gera sama gagn. Við Daníel fengum okkur saman í eyrað á föstudagskvöldinu og það þrælvirkaði...gott stöff maður.
08 júní 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Ég hef heyrt að það sé gott að láta ólífuolíu í eyrað til að hreinsa það. Ég sel það ekki dýrara en ég keypti það því ég þekki þetta vandamál ekki. Það helst ekkert í hausnum á mér, hvorki eyrnamergur né eitthvað sem ég á að muna.
kveðja
Rannveig
Það er rétt Rannveig ólívuolían virkar líka vel.
Skrifa ummæli