01 október 2008

Matarboð

Ég átti þennan fína afmælisdag í gær. Var að kenna stanslaust frá 13 til 20 eða þrjú námskeið út um allan bæ. Strax að því loknu var brunað í afmælismat til Ricardo og Tamöru ásamt Gunnari og Val. Ekta mexíkóskur matur og tónlist :D fyrir utan að chilið var sparað til að drepa okkur ekki. Valur þurfti samt að prófa að borða smábita af grænum pipar og var nánast í andarslitrunum á eftir öllum til mikillar skemmtunar. Þau kenndu okkur að borða salt til að draga úr áhrifunum. Þetta var frábært kvöld enda góðir gestgjafar og mikið hlegið og skemmt sér. Tamara skipti um vinnu frá því að vaska upp á kaffi Oliver og færði sig yfir á Santa Maria sem er mexíkóskur veitingastaður á Laugaveginum. Mæli með honum mjög ódýrt og ekta mexíkóskur matur. Ritgerðin er að smella saman bara eftir fínpússning :)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hæ og til hamingju með afmælið nú er ég orðin ammma lítll keisara drengur fæddist 23 sept sem nefndur hefur verið Benedikt Ísak kveðja Ólöf

AnnaKatrin sagði...

Afmælis- og fínpússaðar kveðjur.
ak