
Skotta
Skotta hún er skrítið skott
skoppar mjög svo vel
hoppar, skoppar, glettir glott,
sér um að ég frjósi ekki í hel.
Skarlett
Skarlett hún er svört og smá
borðar hvað sem er
segir voða sjaldan mjá
enda gömul er.
Það er ekki amalegt að fá gesti í heimsókn sem þakka fyrir sig í bundnu máli :)Þær mæðgur Hrefna, Bríet og Rán brugðu sér af bæ og gistu hjá mér eina nótt.