Uppáhalds sófagestirnir mínir eru búin að vera hjá mér í tvo daga mér til mikillar ánægju. Nú styttist í að sá ítalski hverfi á braut úr faðmi þeirrar þýsku í faðm þeirrar ítölsku (held ég). Síðustu dagana ákváðu þau að nota í skoðunarferð um Suðurland og leigðu smábíl í ferðina. Þau eru búin að vera dugleg að þvælast um Norðurland og Vesturland á puttanum og þykir mér það heilmikið afrek hjá þeim á þessum árstíma. Við áttum góða stund saman í gærkvöldi þar sem þau færðu mér forláta tebolla að gjöf og með fylgdi póstkort sem þau ákváðu að færa mér í eigin persónu frekar en að nota íslensku póstþjónustuna. Við gæddum okkur svo á tiramishu sem Franziska bjó til fyrr um daginn og var víst ekki alveg eins og það átti að vera en mér fannst það nú bara fínt, soldið þurrt en við helltum bara kaffi yfir og þá var það allt í lagi. Æ þessar elskur það var svo yndislegt kortið frá þeim og ég á eftir að sakna þeirra mikið. Einhver plön virðast vera í gangi hjá þeim um að hittast á Ítalíu í nánustu framtíð þannig að nú veit ég ekkert hver staðan er með þá sem heima situr í festum. Það virðist því ætla að vera framhald á sápuóperunni.
23 febrúar 2008
19 febrúar 2008
Pólsk töframixtúra
Ég var með pólskan sófagest um síðustu helgi sem gaf mér uppskrift sem mamma hans bjó alltaf til þegar einhver fékk kvef eða flensu. Þú sneiðir eða saxar hvítlauksgeira og setur í hunang. Lætur standa á hlýjum stað í sólarhring og tekur svo eina teskeið tvisvar á dag. Ég bætti að vísu við sneið af engiferrót til að gera þetta öflugra. Ég ákvað sem sagt að prófa þetta í staðinn fyrir pensilín og það bara svínvirkar. Ég er laus við hóstann og orkan öll að koma og þó fór ég að kenna bæði í gær og dag. Í fyrramálið tek ég svo aftur til við skriftir enda ekki seinna vænna.
16 febrúar 2008
FFFFlensan!!!
Ég er búin að vera fárveik í nokkra daga og ekki útlit fyrir að ég sé nokkuð að skána. Er búin að ákveða að fara á læknavaktina á morgun og væla út pensilín. Ef ég á að skila af mér MA verkefni 25. apríl þá verð ég hreinlega að verða vinnufær ekki seinna en núna!!!
12 febrúar 2008
Barnæskan fyrir bí
Í nótt var ég vakin upp við ámátlegt vein í íbúðinni. Í fyrstu hélt ég að Snædís væri gengin aftur en við nánari athugun reyndist þetta vera Skotta litla sem greinilega er ekki lengur lítil. Ég var sem sagt of sein að mæla mér mót við Helgu dýralækni til þess að koma í veg fyrir svona uppákomu. Nú má ég líklega eiga von á því næstu tvær vikurnar að öll fress í næsta nágrenni safnist saman fyrir neðan gluggann hjá mér flytjandi mansöngva fyrir yngismeyna á heimilinu. Þeir fá þó bara þetta eina tækifæri því um leið og þetta ástand á henni er yfirstaðið verður endanlega tekið fyrir að það endurtaki sig og brunað til Helgu. Það er táknrænt fyrir þetta nýja lífsskeið ungfrúarinnar að hún hefur ekki litið við músunum sínum í dag. Þær hafa þó verið hennar líf og yndi þessar fimm litríku mýs sem ég gaf henni þegar hún flutti til mín. Nú er bara spígsporað um með þokkafullum hreyfingum og mænt löngunaraugum út um gluggann. Kannski ég splæsi á hana smá túnfiski til að halda upp á þessi tímamót.
08 febrúar 2008
Andans þurrð
Eitthvað er skriftarandinn að svíkja mig í dag. Reyndi að lokka hann til mín með því að dansa eins og gamli ítalski málarinn gerir í þorpinu sem ég heimsæki í sumar. Svei mér ef þetta er ekki að virka!! Bourdieu virðist allavega mun skiljanlegri núna.
Bavaríu pönkrokkarinn minn flaug á sínar heimaslóðir í gær. Sat í þrjá tíma í vélinni meðan verið var að moka hana út. Á meðan reytti flugstjórinn af sér brandara til að hafa ofan af fyrir farþegum, að vísu á íslensku með 10 sek. enskri þýðingu svo þeir fóru nú frekar fyrir ofan garð og neðan hjá útlendingunum í vélinni. Kannski dreymir hann um að vera uppistandari og notar tækifærið að æfa sig á farþegum Icelandair.
Valur átti að fara á sjóinn í dag, hann er að fara á frystitogara og nú á að bretta upp ermar og gerast ábyrgur í fjármálum. Brottför var reyndar frestað vegna veðurs þannig að hann nær einum degi í viðbót heima.
Góða skemmtun á Vallablóti þið sem eruð að fara þangað í kvöld!! Ég verð með ykkur í anda.
Bavaríu pönkrokkarinn minn flaug á sínar heimaslóðir í gær. Sat í þrjá tíma í vélinni meðan verið var að moka hana út. Á meðan reytti flugstjórinn af sér brandara til að hafa ofan af fyrir farþegum, að vísu á íslensku með 10 sek. enskri þýðingu svo þeir fóru nú frekar fyrir ofan garð og neðan hjá útlendingunum í vélinni. Kannski dreymir hann um að vera uppistandari og notar tækifærið að æfa sig á farþegum Icelandair.
Valur átti að fara á sjóinn í dag, hann er að fara á frystitogara og nú á að bretta upp ermar og gerast ábyrgur í fjármálum. Brottför var reyndar frestað vegna veðurs þannig að hann nær einum degi í viðbót heima.
Góða skemmtun á Vallablóti þið sem eruð að fara þangað í kvöld!! Ég verð með ykkur í anda.
05 febrúar 2008
Gengið í ljósið
Ég fór að taka á móti þýska pönkrokkaranum á B.S.Í. síðasta föstudag og brá heldur í brún því maðurinn reyndist vera 1.90 m á hæð og þrekinn að auki. Það væri ekki séns að hann kæmist fyrir í stofusófanum. Ég leysti málið bara með að lána honum rúmið mitt og sofa sjálf í sófanum þessar tvær nætur sem skötuhjúin að norðan voru í gestaherberginu.
Bláa lónið var eins og alltaf, ægilega notalegt. Við fórum öll fjögur seint á laugardaginn svo það var komið myrkur sem mér finnst svo kósý og þar sem ég var gleraugnalaus þá hefði ég alveg eins getað verið ein í lóninu. Svolítið vesen að finna kassana með hvítu drullunni þegar maður sér ekki glóru en það hafðist eftir að mér var bent á að stefna á bjarta ljósið. Það var því nánast andleg upplifun að sækja hvíta gumsið með því að ganga í ljósið.
Sá þýski er algjör draumur í dós og reynist vera karlkyns útgáfa af mér sjálfri. Hann var búinn að skrifa fyrir mig geisladiska sem hann færði mér svo við hlustum á tónlist, tölum um bækur og allt milli himins og jarðar, borðum hákarl og harðfisk, eyddum góðum tíma í Kolaportinu (ég fann þessa fínu skó á 500 kall og geisladisk á 250) á morgun ætlum við að kíkja eftir einhverju fatakyns hjá Hjálpræðishernum. Þar að auki er ég búin að lesa úr tarot spilum fyrir hann svo hann fer heim með góðar ábendingar frá mér í farteskinu :-)
Bláa lónið var eins og alltaf, ægilega notalegt. Við fórum öll fjögur seint á laugardaginn svo það var komið myrkur sem mér finnst svo kósý og þar sem ég var gleraugnalaus þá hefði ég alveg eins getað verið ein í lóninu. Svolítið vesen að finna kassana með hvítu drullunni þegar maður sér ekki glóru en það hafðist eftir að mér var bent á að stefna á bjarta ljósið. Það var því nánast andleg upplifun að sækja hvíta gumsið með því að ganga í ljósið.
Sá þýski er algjör draumur í dós og reynist vera karlkyns útgáfa af mér sjálfri. Hann var búinn að skrifa fyrir mig geisladiska sem hann færði mér svo við hlustum á tónlist, tölum um bækur og allt milli himins og jarðar, borðum hákarl og harðfisk, eyddum góðum tíma í Kolaportinu (ég fann þessa fínu skó á 500 kall og geisladisk á 250) á morgun ætlum við að kíkja eftir einhverju fatakyns hjá Hjálpræðishernum. Þar að auki er ég búin að lesa úr tarot spilum fyrir hann svo hann fer heim með góðar ábendingar frá mér í farteskinu :-)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)